Chelsea hefur orðið fyrir áfalli eftir að í ljós kom að meiðsli Liam Delap eru alvarlegri en upphaflega var talið.
Delap, 22 ára, meiddist í leik gegn Fulham á dögunum. Talið var að framherjinn myndi aðeins missa sex til átta vikur vegna tognunar í læri.
En nú liggur fyrir, samkvæmt heimildum The Athletic, að enski framherjinn muni ekki snúa aftur til æfinga fyrr en í nóvember.
Delap var keyptur frá Ipswich fyrir 30 milljónir punda fyrr í sumar og hafði farið vel af stað undir stjórn Enzo Maresca áður en hann meiddist.
Delap þarf þó ekki að fara í aðerð en á að geta byrjað að spila áður en álagið í kringum jólin fer af stað.