Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá París
Það er búist við rúmlega 40 þúsund manns á Parc des Princes í París í kvöld, þar sem Frakkland tekur á móti Íslandi í 2. umferð undankeppni HM.
Bæði lið koma inn í leikinn eftir góða sigra í fyrstu umferð en ljóst er að leikur kvöldsins verður öllu erfiðari fyrir íslenska liðið en gegn Aserbaísjan fyrir helgi.
Leikvangurinn tekur tæplega 50 þúsund manns og er því nálægt því að vera fullur. Af rúmum 40 þúsundum verða 150-200 Íslendingar.
Leikurinn hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma.