Emmanuel Dennis fyrrum framherji Nottingham Forest gekk út úr beinni útsendingu hjá Sky Sports í vikunni. Vakti þetta mikla athygli.
Dennis rifti samningi sínum við Nottingham Forest á dögunum og leitar sér að nýju félagi.
Dennis hefur gert vel bæði hjá Watford og Nottingham en leitar sér nú að nýjum stað til að blómstra.
Framherjinn var að ræða hin ýmsu mál í beinni á Sky Sports en ákvað að ganga út áður en viðtalinu var formlega lokið.
Atvikið er skondið og má sjá hér að neðan.
All-timer exit from an interview from Emmanuel Dennis 😂pic.twitter.com/JdSdUI1sJm
— Second Tier podcast (@secondtierpod) September 8, 2025