Ange Postecoglou verður staðfestur sem nýr stjóri Nottingham Forest og mun stýra liðinu gegn Arsenal á laugardag.
Nuno Espirito Santo var rekinn úr starfi í gær og Ange er mættur til að taka við.
Portúgalinn, sem kom Forest í Sambandsdeildina á síðasta tímabili, var látinn taka pokann sinn seint á mánudagskvöld. Brottreksturinn kemur innan við þremur vikum eftir að Nuno viðurkenndi opinberlega að samband hans við eigandann Evangelos Marinakis væri orðið þvingað.
Ange var rekinn frá Tottenham í sumar. Ástralski þjálfarinn vann Evrópudeildina með Tottenham í júní og batt þar með enda á 17 ára titlaleysi félagsins.
Hann var þó óvænt rekinn innan við mánuði síðar af þáverandi stjórnarformanni Daniel Levy.
🚨 Ange Postecoglou to be confirmed as Nottingham Forest head coach imminently after Nuno Espirito Santo departure. 60yo Australian will lead #NFFC for Saturday’s trip to Arsenal – joined by a number of staff worked with at Tottenham Hotspur @TheAthleticFC https://t.co/zOaGI5pzkO
— David Ornstein (@David_Ornstein) September 9, 2025