fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

Gunnar Egill staddur í París og heyrði heimamenn kvarta – „Ég hugsa að það taki aðeins meira á Ísland“

433
Þriðjudaginn 9. september 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Egill Daníelsson, blaðamður Morgunblaðsins er staddur í París til að fylgjast með landsleik Frakklands og Íslands sem fram fer í undankeppni HM í kvöld.

Frakkar koma særðir til leiks en Ousmane Dembele og Desire Doue leikmenn PSG meiddust í síðasta leik.

Gunnar Egill brosti þegar hann heyrði þarlenda blaðamenn kvarta og hugsaði út í meiðsli lykilmanna Íslands.

„Mér stökk bros þegar fransk­ir frétta­menn kvörtuðu gagn­gert við Didier Deschamps, þjálf­ara franska karla­landsliðsins í knatt­spyrnu, yfir fjar­veru tveggja lyk­ilmanna. Ósjálfrátt hugsaði ég að franska landsliðið myndi spjara sig þótt tveir heimsklassa­leik­menn hefðu helst úr lest­inni fyr­ir leik­inn gegn Íslandi í kvöld,“ skrifar Gunnar í Morgunblaðið í dag.

Gunnar hélt svo áfram. „Æ, æ, þurfið þið að stilla upp Bra­dley Barcola, Marcus Thur­am, Hugo Ekitiké eða Kingsley Com­an í fjar­veru Ousma­ne Dembé­lé og Désire Doué?.“

Albert Guðmundsson meiddist í síðasta leik Íslands og þá er fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson meiddur. Einnig má nefna að Jóhann Berg Guðmundsson og Aron Einar Gunnarsson eru frá vegna meiðsla.

„Fyr­ir­gefið mér ef ég felli ekki mörg tár. Deschamps svaraði frétta­mönn­un­um líka með því að benda á að Al­bert Guðmunds­son væri fjar­ver­andi hjá ís­lenska liðinu. Þá er Orri Steinn Óskars­son líka meidd­ur. Ég hugsa að það taki aðeins meira á Ísland að missa tvo af bestu leik­mönn­um sín­um í meiðsli sam­an­borið við þriðja sterk­asta landslið heims,“ skrifaði Gunnar í Morgunblaðið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

LIðsfélagi Gyökeres fer yfir það hvernig hann er – „Algjört skrímsli“

LIðsfélagi Gyökeres fer yfir það hvernig hann er – „Algjört skrímsli“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hæstiréttur hafnar beiðni KA sem þarf að taka upp veskið og borga Arnari

Hæstiréttur hafnar beiðni KA sem þarf að taka upp veskið og borga Arnari
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sagður þéna 200 milljónir á viku en segir það komi með fleiri vandamál en fólk átti sig á

Sagður þéna 200 milljónir á viku en segir það komi með fleiri vandamál en fólk átti sig á
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mikil reiði eftir að aðilar reyndu að ná myndum af frægum nöktum karlmönnum – Sjáðu atvikið

Mikil reiði eftir að aðilar reyndu að ná myndum af frægum nöktum karlmönnum – Sjáðu atvikið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Áfall hjá City fyrir stórleik helgarinnar

Áfall hjá City fyrir stórleik helgarinnar
433Sport
Í gær

Framkvæmdir ganga hægt hjá Barcelona – Þurfa að fresta því að spila á heimavelli

Framkvæmdir ganga hægt hjá Barcelona – Þurfa að fresta því að spila á heimavelli
433Sport
Í gær

Reynir aftur að fara frá United eftir áramót

Reynir aftur að fara frá United eftir áramót
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Liverpool spenntir – Nýjasti leikmaður liðsins í áflogum við stjörnu Liverpool í nótt

Stuðningsmenn Liverpool spenntir – Nýjasti leikmaður liðsins í áflogum við stjörnu Liverpool í nótt