fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Isak boðar það að segja alla söguna um hvað gerðist bak við tjöldin

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. september 2025 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexander Isak hefur í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega eftir 22 milljarðar króna félagaskipti hans frá Newcastle til Liverpool voru staðfest á lokadegi gluggans.

Framtíð Isak var helsta umfjöllunarefnið í enska glugganum í sumar eftir að hann neitaði að mæta á æfingar og spila leiki með Newcastle til að knýja fram skiptin til Anfield.

Eftir að skiptin gengu í gegn hélt Isak beint í landsliðsverkefni með Svíþjóð fyrir komandi leiki í undankeppni HM.

Hann sat allan tímann á bekknum í 2-2 jafntefli Svíþjóðar gegn Slóveníu á föstudag, en kom inn á á 72. mínútu í tapleik gegn Kosóvó í gær.

Þetta var fyrsti leikur Isak síðan hann spilaði með Newcastle þann 25. maí og náði hann ekki að setja mark sitt á leikinn. Hann fékk einnig að líta gula spjaldið.

Í samtali við sænska fjölmiðla sagði Isak: „Fólk veit ekki alla söguna, en það er umræða sem ég mun taka síðar. Ég stjórna ekki því sem er sagt eða skrifað en ég er ánægður með að vera orðinn leikmaður Liverpool,“ sagði Isak.

Hann bætti við: „Það var gott að hafa klárað skiptin fyrir landsliðsverkefnið svo ég gæti einbeitt mér að því að spila fótbolta. Þetta var ný staða fyrir mig, en maður lærir og þroskast líka andlega utan vallar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar
433Sport
Í gær

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið
433Sport
Í gær

Skagamenn á lífi eftir að hafa skellt Íslandsmeisturunum

Skagamenn á lífi eftir að hafa skellt Íslandsmeisturunum