fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

Veltir fyrir sér ummælum Arnars – Þýða þau að óvænt tíðindi séu í kortunum?

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. september 2025 08:30

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá París

Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari kom inn á það á dögunum að hann botnaði ekki í því hversu heilagt væri í fótboltanum almennt að skipta ekki um markvörð milli leikja, líkt og í öðrum stöðum.

Stefán Árni Pálsson, íþróttafréttamaður á Sýn, kom inn á þetta í samtali við 433.is hér í Frakklandi, þar sem hitað var upp fyrir leik Íslands við heimamenn í kvöld.

video
play-sharp-fill

Aðspurður hvort að hann sæi fram á óvæntar breytingar á byrjunarliði Arnars í kvöld sagði hann: „Arnar hefur eitthvað verið að teasa með markmannsstöðuna, að hann skipti jafnvel um markmann og verði með Hákon. En mér finnst það ekki líklegt.“

Elías Rafn Ólafsson kom inn í markið í síðasta leik gegn Aserbaísjan, sem vannst 5-0. Hákon Rafn Valdimarsson hefur annars átt stöðuna undanfarna landsliðsglugga.

„Það er spurning hvort Mikael Egill verði áfram inni, eða hvort hann breyti eitthvað varnaruppstillingunni. Ég sé ekkert annað í þessu þannig,“ sagði hann enn fremur um hugsanlega liðsuppstillingu Arnars í kvöld.

Nánar er rætt við Stefán Árna í spilaranum hér ofar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Chelsea ákært í 74 liðum fyrir brot gegn reglum – Allt gerðist í tíð Abramovich

Chelsea ákært í 74 liðum fyrir brot gegn reglum – Allt gerðist í tíð Abramovich
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Barton brjálaður eftir morðið á Kirk og segir fjölmiðla í Bandaríkjunum bera ábyrgð – „Þegiðu helvítis hræsnari“

Barton brjálaður eftir morðið á Kirk og segir fjölmiðla í Bandaríkjunum bera ábyrgð – „Þegiðu helvítis hræsnari“
433Sport
Í gær

Grátbiður mömmu sína að hætta að ræða kynlífið sitt opinberlega

Grátbiður mömmu sína að hætta að ræða kynlífið sitt opinberlega
433Sport
Í gær

Arftaki Mourinho klár

Arftaki Mourinho klár
Hide picture