Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá París
„Ég er mjög vel stemmdur. Þetta er búið að vera flott og við verðum að halda okkar striki. Við förum brattir inn í þennan leik,“ segir landsliðsmaðurinn Daníel Leó Grétarsson fyrir leik kvöldsins við Frakka.
Það hefur farið vel um íslenska liðið hér í Frakklandi. „Það er gott veður, hótelið gott og við erum allir mjög brattir.“
Ísland vann 5-0 sigur á Aserbaísjan fyrir helgi en verkefni kvöldsins eru öllu erfiðara.
„Við þurfum að vera þéttir og nýta okkar tækifæri, vera óhræddir við að halda boltanum. Það er erfitt að vera að elta í 90 mínútur. Við ætlum að nýta okkar sénsa,“ segir Daníel Leó.
Nánar í spilaranum.