Frá árinu 2020 hefur Bruno Fernandes haft mikla yfirburði í ensku deildinni þegar kemur að því að skapa færi fyrir samherja sína.
Bruno hefur skapað 512 færi á þessum tíma en Kevin de Bruyne og Trent Alexander-Arnold koma þar á eftir.
Bæði De Bruyne og Trent fóru úr ensku deildinni í sumar.
Flest stærstu nöfn deildarinnar raða sér svo neðar á listann en þar má finna Mo Salah og Bukayo Saka.
Bruno er fyrirliði Manchester United og hefur verið öflugur í slöku liði United síðustu ár.