fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
433Sport

Alberti blöskrar hvernig tekið var á málum í Árbænum um helgina – Hinn ungi Theodór settur í agabann

433
Mánudaginn 8. september 2025 12:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Theodór Ingi Óskarsson ungur framherji Fylkis var settur í agabann hjá félaginu um helgina. Ástæðan er sögð vera það hvernig hann lýsti leik hjá kvennaliði Fylkis gegn ÍBV á fimmtudag.

Kvennalið Fylkis tapaði þá 9-1 gegn ÍBV en það hvernig Theodór talaði um leikmenn kvennaliðsins og frammistöðu þeirra fór ekki vel í stjórn Fylkis og Arnar Grétarsson þjálfara liðsins. Þessu heldur Albert Brynjar Ingason fyrrum framherji liðsins fram í Dr. Football.

„Aðeins með Fylki, ég hlustaði á viðtalið við Arnar eftir leikinn. Hann talaði um að orkustigið hafi ekki verið gott og einbeitingarleysi,“ sagði Albert í Dr. Football en Fylkir tapaði gegn Völsungi á laugardag og er liðið í fallhættu þegar ein umferð er eftir.

Theodór er 19 ára gamall og hefur átt góða spretti með Fylki í sumar.  „Það er mikið búið að tala um leikmenn Fylkis og gagnrýna þá, en stjórn Fylkis og Arnar Grétarsson fyrir þennan leik. Theodór Ingi Óskarsson var að lýsa leik ÍBV og Fylkis í Lengjudeild kvenna á fimmtudag. Hann var að henda í eitthvað, hann var að reyna að vera fyndinn. Hann var ekkert grófur, stjórn Fylkis, Arnar Grétarsson og Sigurður Þór þjálfari kvennaliðsins voru ekki sáttir. Niðurstaðan er sú að Theodór er settur í agabann.“

Albert heldur því fram að þetta mál hafi verið það sem rætt var inn í klefa Fylkis fyrir leikinn. „Þetta er tekið fyrir á leikdegi, þetta er tilkynnt inn í klefa rétt fyrir leik. Þetta er fáránlegt, það er loksins komin stemming. Það er svo margt, þetta er galin ákvörðun hjá stjórn og Arnari. Þóroddur (Víkingsson) hefur spilað fáa leiki, hann átti að fara til Vestra undir lok gluggans. Hann er bara frystur í kjölfarið, hann hefur ekki verið í hóp síðan.“

Albert segir að stjórn Fylkis verði að horfa inn á við, mörg mál hafi komið upp síðasta ári sem hægt sé að setja spurningarmerki við.

„Þú tekur bara síðasta ári, stjórnin hjá Fylki. Leikbannið hjá Ragnari Braga þegar hann tók út leikbann þegar hann var ekki í banni, yfirlýsing um launamál. Reka Olgeir án þess að ræða við Rúnar, Præst og KR. Theodór og Þóroddur svo núna, það þarf að horfa á stjórnina líka. Mér finnst þetta gjörsamlega galið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Svona gæti byrjunarlið Liverpool litið út með komu Isak

Svona gæti byrjunarlið Liverpool litið út með komu Isak
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Postecoglou tekur við Forest af Nuno

Postecoglou tekur við Forest af Nuno
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kaldar kveðjur frá Bayern til Jackson – Nánast útilokað að félagið kaupi hann næsta sumar

Kaldar kveðjur frá Bayern til Jackson – Nánast útilokað að félagið kaupi hann næsta sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ísland oft strítt Frökkum í gegnum tíðina en aldrei unnið – Fáum við kraftaverk á morgun?

Ísland oft strítt Frökkum í gegnum tíðina en aldrei unnið – Fáum við kraftaverk á morgun?