Franski sóknarmaðurinn Hugo Ekitike segir að hann hlakki til að mæta harðri samkeppni frá Alexander Isak, sem gekk í raðir Liverpool á lokadegi félagaskiptagluggans.
Isak og Ekitike komu báðir til Anfield í sumar fyrir samanlagt 204 milljónir punda, en komu Svíans setur aukna breidd í sóknarlínu liðs Arne Slot.
Ekitike hefur byrjað tímabilið vel með þremur mörkum í fyrstu fjórum leikjum sínum, en viðurkennir að nú muni samkeppnin harðna með tilkomu Isak.
„Þegar þú spilar fyrir bestu liðin, þá veistu að þú munt keppa við bestu leikmennina,“ sagði Ekitike.
„Isak er leikmaður sem ég horfði oft á áður, þannig að það er ánægjulegt að sjá hann koma til félagsins.“
„Þetta verður hörð samkeppni, en ég ætla að leggja mig fram, spila vel og skilja það eftir sem vandamál fyrir þjálfarann.“