Liverpool festi kaup á Alexander Isak fyrir viku síðan en beint eftir kaupin fór Isak beint í verkefni með sænska landsliðinu.
Isak er væntanlegur til Liverpool um miðja viku og byrjar þá að æfa með sína nýju félagi.
Ljóst er að Arne Slot þarf að púsla sóknarlínu sinni saman og er með góða breidd þar.
Enskir miðlar telja að Hugo Ekitike fari meira út á vinstri vænginn og berjast við Coady Gakpo um stöðuna þar.
Isak færi þá í fremstu víglínu en Liverpool hefur keypt fimm nýja leikmenn í sumar sem gera kröfu á sæti í byrjunarliðinu.
Svona gæti byrjunarlið Liverpool litið út.