fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
433Sport

Hitti eiginkonu Rooney í fyrsta skiptið og fór þá að ræða sæðið hans

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 8. september 2025 11:00

Louis van Gaal.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney hefur deilt vandræðalegri sögu úr tíð sinni hjá Manchester United þegar Louis van Gaal, þáverandi knattspyrnustjóri félagsins, hitti eiginkonu hans, Coleen, í fyrsta sinn.

Van Gaal stýrði United á árunum 2014 til 2016 og átti gott samband við Rooney, sem hann gerði að fyrirliða liðsins um leið og hann tók við.

Rooney lék 79 leiki undir stjórn hins hollenska þjálfara, skoraði 29 mörk og vann FA-bikarinn árið 2016 á síðasta tímabil Van Gaal með félaginu.

Rooney og Coleen labba inn í dómsal í dag
Getty Images

Í nýjasta þætti af hlaðvarpi sínu, The Wayne Rooney Show, rifjaði Rooney upp fyrsta kynni Van Gaal og Coleen og hvernig það fór heldur óvenjulega af stað.

„Ég elskaði hann, hann var svo fyndinn,“ sagði Rooney.

„Fyrsta skiptið sem hann hitti Coleen var í hádegisverði með leikmönnum, eiginkonum, kærustum og starfsfólki.

Hann gekk beint að Coleen og sagði. „‘Börnin ykkar líkjast Wayne mjög mikið’. Hún svaraði: ‘Já’, og þá sagði hann: ‘Hann hlýtur að vera með mjög öflugt sæði.’ Þetta var fyrsta samtalið þeirra.“

Rooney hefur áður lýst Van Gaal sem „háværum og lífsglöðum karakter“ og þessi saga virðist staðfesta það svo ekki verður um villst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ísland oft strítt Frökkum í gegnum tíðina en aldrei unnið – Fáum við kraftaverk á morgun?

Ísland oft strítt Frökkum í gegnum tíðina en aldrei unnið – Fáum við kraftaverk á morgun?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bruno með mikla yfirburði – Skapar meira en nokkur annar fyrir samherja sína

Bruno með mikla yfirburði – Skapar meira en nokkur annar fyrir samherja sína
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fagnar komu Isak og ætlar að búa til vandamál fyrir Arne Slot

Fagnar komu Isak og ætlar að búa til vandamál fyrir Arne Slot
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Horfa aftur framhjá Giggs í heiðurshöllina – Erfið mál í einkalífinu sögð ástæðan

Horfa aftur framhjá Giggs í heiðurshöllina – Erfið mál í einkalífinu sögð ástæðan
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Búið að finna arftaka Ten Hag í Þýskalandi

Búið að finna arftaka Ten Hag í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Markmiðið að þagga niður í 50 þúsund Frökkum – „Verðum ekki bara niðri, þá taparðu“

Markmiðið að þagga niður í 50 þúsund Frökkum – „Verðum ekki bara niðri, þá taparðu“
433Sport
Í gær

Þjálfari Frakka segist taka eftir þessari breytingu á Íslandi

Þjálfari Frakka segist taka eftir þessari breytingu á Íslandi
433Sport
Í gær

Sverrir ræðir fjarveru sína á leiktíðinni – „Það er bara undir mér komið“

Sverrir ræðir fjarveru sína á leiktíðinni – „Það er bara undir mér komið“