fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
433Sport

Hitti eiginkonu Rooney í fyrsta skiptið og fór þá að ræða sæðið hans

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 8. september 2025 11:00

Louis van Gaal.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney hefur deilt vandræðalegri sögu úr tíð sinni hjá Manchester United þegar Louis van Gaal, þáverandi knattspyrnustjóri félagsins, hitti eiginkonu hans, Coleen, í fyrsta sinn.

Van Gaal stýrði United á árunum 2014 til 2016 og átti gott samband við Rooney, sem hann gerði að fyrirliða liðsins um leið og hann tók við.

Rooney lék 79 leiki undir stjórn hins hollenska þjálfara, skoraði 29 mörk og vann FA-bikarinn árið 2016 á síðasta tímabil Van Gaal með félaginu.

Rooney og Coleen labba inn í dómsal í dag
Getty Images

Í nýjasta þætti af hlaðvarpi sínu, The Wayne Rooney Show, rifjaði Rooney upp fyrsta kynni Van Gaal og Coleen og hvernig það fór heldur óvenjulega af stað.

„Ég elskaði hann, hann var svo fyndinn,“ sagði Rooney.

„Fyrsta skiptið sem hann hitti Coleen var í hádegisverði með leikmönnum, eiginkonum, kærustum og starfsfólki.

Hann gekk beint að Coleen og sagði. „‘Börnin ykkar líkjast Wayne mjög mikið’. Hún svaraði: ‘Já’, og þá sagði hann: ‘Hann hlýtur að vera með mjög öflugt sæði.’ Þetta var fyrsta samtalið þeirra.“

Rooney hefur áður lýst Van Gaal sem „háværum og lífsglöðum karakter“ og þessi saga virðist staðfesta það svo ekki verður um villst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sannfærandi hjá Strákunum okkar – Úrslitaleikur framundan í Póllandi

Sannfærandi hjá Strákunum okkar – Úrslitaleikur framundan í Póllandi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool á eftir fyrrum leikmanni Arsenal

Liverpool á eftir fyrrum leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hóta lögsókn ef enska deildin gerir þessar breytingar – „Okkur líður eins og við séum að ganga sofandi inn í stórslys“

Hóta lögsókn ef enska deildin gerir þessar breytingar – „Okkur líður eins og við séum að ganga sofandi inn í stórslys“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Magnús Daði fór á reynslu til Bayern – Faðir hans fyrrum landsliðsmaður Íslands

Magnús Daði fór á reynslu til Bayern – Faðir hans fyrrum landsliðsmaður Íslands
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Opnar sig um alvarlegan alkóhólisma – Mætti reglulega fullur til vinnu

Opnar sig um alvarlegan alkóhólisma – Mætti reglulega fullur til vinnu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United sagt fylgjast vel með pirruðum leikmanni Dortmund

United sagt fylgjast vel með pirruðum leikmanni Dortmund