fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
433Sport

Faðir ákærður – Fór út með fjölskyldu sinni en er gefið að sök að hafa káfað á konu

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 8. september 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Faðir ensks úrvalsdeildarleikmanns hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni sem átti sér stað á Wetherspoon-bar í mars síðastliðnum. Ensk blöð segja frá.

Maðurinn, sem er á sextugsaldri, er sakaður um að hafa snert konu á óviðeigandi hátt meðan hann var úti að skemmta sér með fjölskyldu sinni. Lögreglan leitaði að manninum eftir að konan lagði fram kvörtun og birtu myndir úr öryggismyndavélum til aðstoðar við rannsóknina.

Hann gaf sig sjálfur fram til lögreglu, var yfirheyrður í nokkrar klukkustundir og hefur nú verið formlega ákærður fyrir kynferðislega áreitni.

Heimildarmaður segir málið hafa komið öllum mjög á óvart: „Hann var úti með fjölskyldu sinni þessa kvöldstund og neitar allri sök. Hann hefur unnið náið með lögreglu í málinu og er niðurbrotinn yfir því að hafa verið ákærður. Hann hefur aldrei áður lent í neinum vandræðum með lögreglu.“

Samkvæmt lögreglu er manninum gefið að sök að hafa nálgast konuna aftan frá og snert hana á óviðeigandi hátt.

Vegna laga- og siðferðisreglna í Bretlandi hefur hvorki nafn mannsins né leikmannsins verið gefið upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Í tíu mánaða bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi eftir leik gegn United

Í tíu mánaða bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi eftir leik gegn United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Kaldar kveðjur frá Bayern til Jackson – Nánast útilokað að félagið kaupi hann næsta sumar

Kaldar kveðjur frá Bayern til Jackson – Nánast útilokað að félagið kaupi hann næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fagnar komu Isak og ætlar að búa til vandamál fyrir Arne Slot

Fagnar komu Isak og ætlar að búa til vandamál fyrir Arne Slot
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Horfa aftur framhjá Giggs í heiðurshöllina – Erfið mál í einkalífinu sögð ástæðan

Horfa aftur framhjá Giggs í heiðurshöllina – Erfið mál í einkalífinu sögð ástæðan
433Sport
Í gær

Sextán ára undrabarn lést í hræðilegu slysi um helgina – Var að fara að upplifa drauminn í Bandaríkjunum

Sextán ára undrabarn lést í hræðilegu slysi um helgina – Var að fara að upplifa drauminn í Bandaríkjunum
433Sport
Í gær

Deildar meiningar innan landsliðsins um markið – „Vildi meina að hann hafi skorað“

Deildar meiningar innan landsliðsins um markið – „Vildi meina að hann hafi skorað“