fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
433Sport

Þungt högg fyrir Frakka fyrir leikinn við Ísland

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 7. september 2025 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá París

Desire Doue og Ousmane Dembele, tveir af öflugustu sóknarmönnum Frakka, verða frá næstu vikurnar og geta því ekki mætt Íslandi á þriðjudagskvöld.

Báðir eru á mála hjá Evrópumeisturum Paris Saint-Germain. Doue byrjaði leikinn gegn Úkraínu á föstudag en fór meiddur af velli í hálfleik, einmitt fyrir Dembele. Sá þurfti svo sjálfur að fara af velli vegna meiðsla í seinni hálfleiknum í 0-2 sigrinum.

Það er komið á hreint að Doue verður frá í þrjár til fjórar vikur. Dembele verður hins vegar frá í sex til átta vikur. Báðir hafa þeir yfirgefið franska hópinn fyrir leikinn gegn Íslendingum vegna þessa.

Kingsley Coman, sem gekk í raðir Al-Nassr í Sádi-Arabíu frá Bayern Munchen í sumar, hefur verið kallaður inn í hópinn í þeirra stað.

Leikur liðanna er liður í 2. umferð undankeppni HM. Frakkar unnu sem fyrr segir 0-2 sigur á Úkraínu í fyrstu umferð en Ísland vann afar sannfærandi 5-0 sigur gegn Aserbaísjan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Bakú – Frábær á sögulegu kvöldi

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Bakú – Frábær á sögulegu kvöldi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sannfærandi hjá Strákunum okkar – Úrslitaleikur framundan í Póllandi

Sannfærandi hjá Strákunum okkar – Úrslitaleikur framundan í Póllandi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Svona er byrjunarlið Íslands í kvöld – Jóhann Berg spilar sinn 100. landsleik

Svona er byrjunarlið Íslands í kvöld – Jóhann Berg spilar sinn 100. landsleik
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Solskjær útskýrir af hverju Sancho komst ekki á flug hjá United – Fékk slæma eyrnabólgu

Solskjær útskýrir af hverju Sancho komst ekki á flug hjá United – Fékk slæma eyrnabólgu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Farnir að nota skó sem eiga að gera kraftaverk fyrir heilann á þér

Farnir að nota skó sem eiga að gera kraftaverk fyrir heilann á þér
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Opnar sig um alvarlegan alkóhólisma – Mætti reglulega fullur til vinnu

Opnar sig um alvarlegan alkóhólisma – Mætti reglulega fullur til vinnu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hjörvar heyrði samtal Haaland við samlanda sinn um síðustu helgi og segir frá því sem var sagt

Hjörvar heyrði samtal Haaland við samlanda sinn um síðustu helgi og segir frá því sem var sagt
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Doku var nálægt því að ganga í raðir Liverpool – Samtal við goðsögn félagsins spilaði inn í að hann gerði það ekki

Doku var nálægt því að ganga í raðir Liverpool – Samtal við goðsögn félagsins spilaði inn í að hann gerði það ekki