Hákon Arnar Haralaldsson landsliðsfyrirliði segist ekki geta beðið um mikið meira frá íslenska liðinu en það sýndi í 5-0 sigri á Aserbaísjan í fyrsta leik undankeppni HM í kvöld.
„Það er erfitt að geta betur en 5-0 þó ég hefði reyndar alveg viljað sjá Ísak klára þrennuna og koma þessu í 6-0. Þetta var mjög sterk frammistaða á heimavelli,“ sagði hann léttur eftir leik, en Ísak Bergmann skoraði tvö.
„Þetta var ekki besta liðið, við eigum eftir að mæta Úkraínu og Frakklandi og þurfum að vera góðir þar líka. Við sýndum hvað í okkur býr og við þurfum að byggja ofan á þetta.“
Aserar töfðu eins og þeir gátu í fyrri hálfleik og hægðu á leiknum. Ísland komst svo yfir í blálok fyrri hálfleiks með marki Guðlaugs Victors Pálssonar.
„Það er pirrandi en svona þjóðir gera þetta. Þeir voru bara að tefja. Það var gríðarlega mikilvægt að fá markið inn hjá Gulla og slökkva aðeins í þeim,“ sagði Hákon.
Nánar í spilaranum.