fbpx
Laugardagur 06.september 2025
433Sport

Hákon: „Það er pirrandi en svona þjóðir gera þetta“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 5. september 2025 22:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hákon Arnar Haralaldsson landsliðsfyrirliði segist ekki geta beðið um mikið meira frá íslenska liðinu en það sýndi í 5-0 sigri á Aserbaísjan í fyrsta leik undankeppni HM í kvöld.

„Það er erfitt að geta betur en 5-0 þó ég hefði reyndar alveg viljað sjá Ísak klára þrennuna og koma þessu í 6-0. Þetta var mjög sterk frammistaða á heimavelli,“ sagði hann léttur eftir leik, en Ísak Bergmann skoraði tvö.

„Þetta var ekki besta liðið, við eigum eftir að mæta Úkraínu og Frakklandi og þurfum að vera góðir þar líka. Við sýndum hvað í okkur býr og við þurfum að byggja ofan á þetta.“

Aserar töfðu eins og þeir gátu í fyrri hálfleik og hægðu á leiknum. Ísland komst svo yfir í blálok fyrri hálfleiks með marki Guðlaugs Victors Pálssonar.

„Það er pirrandi en svona þjóðir gera þetta. Þeir voru bara að tefja. Það var gríðarlega mikilvægt að fá markið inn hjá Gulla og slökkva aðeins í þeim,“ sagði Hákon.

Nánar í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Amorim fór í kvöldverð með Semenyo – Félögin náðu ekki saman

Amorim fór í kvöldverð með Semenyo – Félögin náðu ekki saman
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Messi brast í grát í nótt þegar hann lék líklega sinn síðasta dans á heimavelli

Messi brast í grát í nótt þegar hann lék líklega sinn síðasta dans á heimavelli
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Carragher hjólar í Garnacho fyrir hegðun hans á fyrsta leik Chelsea

Carragher hjólar í Garnacho fyrir hegðun hans á fyrsta leik Chelsea
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Dalot meiddist í verkefni með Portúgal og heldur til Manchester

Dalot meiddist í verkefni með Portúgal og heldur til Manchester
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Útskýrir hversu langar viðræðurnar við Liverpool um nýjan samning voru

Útskýrir hversu langar viðræðurnar við Liverpool um nýjan samning voru