„Mjög ánægður, ánægður með allt saman. Við vorum ekki feimnir að ræða það fyrir leik að við ætluðum að vinna,“ sagði Guðlaugur Victor Pálsson eftir 5-0 sigur Íslands á Aserbaídsjan í undankeppni HM í kvöld
Guðlaugur skoraði fyrsta og eina mark fyrri hálfleiksins rétt áður en flautað var til hálfleiks, bakvörðurinn knái skallaði boltann í netið.
„Mjög ánægður með það, mjög stoltur. Stærstu augnablikin eru að skora og vinna, fyrsta markið mitt á Laugardalsvelli. Þetta gaf okkur meiri ró, við gátum verið frjálsari.“
Íslenska liðið var mikið með boltann í fyrri hálfleik án þess að skapa sér mikið. „Gegn betri þjóð hefðu þeir getað refsað okkur, við héldum hreinu og skoruðum fimm.“
Eftir frábæran sigur fagna menn í kvöld en á þriðjudag er erfitt verkefni gegn Frakklandi á útivelli „Við vitum líka að það er erfitt verkefni á þriðjudaginn, gegn einu besta liði í heimi.“
Viðtalið við Guðlaug er í heild hér að ofan.