Elías Rafn Ólafsson kom inn í mark Íslands í 5-0 stórsigri á Aserbaísjan í fyrsta leik undankeppni HM í kvöld.
Hákon Rafn Valdimarsson hefur verið aðalmarkvörður Íslands undanfarið en Elías vann sig inn í liðið.
„Það var bara geggjað að fá að koma inn í liðið. Það var ekkert mikið að gera en hrikalega sterk frammistaða hjá liðinu, að gefa engin færi á sér,“ sagði hann eftir leik.
Hvenær vissirðu að þú yrðir í markinu? „Ég fékk að vita það í gær.“
Það var afar lítið að gera hjá Elíasi í markinu í kvöld.
„Maður verður bara að spila þennan leik eins og þegar maður ver 4-5 sinnum. Ég þurfti ekki að verja í dag en maður sér að það sem við erum að gera er að virka.“
Ítarlegra viðtal er í spilaranum.