„Ég myndi halda að þetta hafi verið hið fullkomna kvöld,“ sagði Jón Dagur Þorsteinsson eftir 5-0 sigur Íslands á Aserbaídsjan í undankeppni HM í kvöld.
Jón Dagur var kraftmikill í leiknum sem var fyrsti leikur í nýrri undankeppni.
„Flott frammistaða í 90 mínútur, þeir voru neðarlega og það tók tíma að brjóta þá niður. Eftir að fyrsta markið kom var þetta aldrei spurning.“
Íslenska liðið komst í 1-0 í fyrri hálfleik en gekk á lagið í þeim síðari.
„Þeir voru orðnir þreyttir og það komu svæði, það var mikilvægt að ná fyrsta markinu í fyrri hálfleik.“
„Við ýttum liðinu öllu upp, vorum meira með boltann en þeir. Í fyrri hálfleik hefðum við getað komist nærri því að skora.“
Viðtalið er í heild hér að neðan.