Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sýndi frábæra frammistöðu í kvöld þegar liðið vann stórsigur, 5-0, gegn Aserbaídsjan í undankeppni HM 2026. Hér neðst má sjá hvað netverjar sögðu um leikinn.
Frá fyrstu mínútu réðu strákarnir okkar ferðinni og gáfu gestunum lítið sem ekkert færi á að komast inn í leikinn. Ísland skoraði eitt mark í fyrri hálfleik.
Það kom undir lok fyrri hálfleiks þegar Guðlaugur Victor Pálsson stangaði knöttinn í netið.
Frammistaða Íslands var frábær í síðari hálfleik þar sem Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði tvö, Albert Guðmundsson eitt og Kristian Nökkvi Hlynsson eitt.
Vondu fréttirnar úr leiknum er að Albert meiddist þegar hann skoraði mark sitt, fékk hann þungt högg á hægri ökklann og gat ekki haldið leik áfram.
Um var að ræða fyrsta leik í undankeppni HM og er Ísland á toppi riðilsins með þrjú stig líkt og Frakkar sem unnu Úkraínu í kvöld. Ísland heimsækir Frakkland á þriðjudag í París.
Þetta mark! Þetta spil bara. Er eg að horfa a Barcelona eða?
— Viktor Unnar (@Viktorillugason) September 5, 2025
Samgleðst Gulla með markið, þetta var svo innilega innilegt fagn og greinilegt að þetta hefur einhverja djúpstæða þýðingu fyrir hann út fyrir völlinn.
Gull af manni þessi drengur.
— Pétur Örn (@peturgisla) September 5, 2025
Ókey, þetta var frekar afgerandi sigur. Sem betur fer erum við frábær í væntingastjórnun við slíkar aðstæður…
— Stefán Pálsson (@Stebbip) September 5, 2025
Tiki taka on a cold september night in Laugardalur.
🇦🇿don’t know what hit them pic.twitter.com/8cEB36xQxp
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) September 5, 2025
Jæja Guðjohnsen ætt. Viljiði gjöra svo vel að halda áfram að fjöldaframleiða ykkur. Sama með skagamennina #fotboltinet
— Magnus Bodvarsson (@MBodvarsson) September 5, 2025
Vá. Virðing. Eitt trylltasta mark sem ég hef séð Ísland skora. Alvöru flæði hjá the young guns. Sexí Gunnlágsson ball
— Jói Ástvalds (@JoiPall) September 5, 2025
80% með bolta
5-0 yfir
Mótherji ekki með skot á mark
XG nánast i 2….Er mig að dreyma, ef svo er ekki vekja mig #fotboltinet
— Eyþór Helgi (@EysiBirgis) September 5, 2025
Íslenska liðið verður ekki dæmt af þessum leik enda andstæðingurinn vægast sagt slakur. En vel gert að rifa sig upp eftir hægan og fyrirsjáanlegan leik í fyrri og ekki á hverjum degi sem við verðum vitni að stórsigri okkar manna. Alvöru próf á þriðjudaginn á Stade de France.
— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) September 5, 2025
Mikael Egill lookar helvíti vel
— Sigurđur Gísli Bond (@SigurdurGisli) September 5, 2025