Þrátt fyrir fína frammistöðu á löngum köflum er útlitið ekkert allt of bjart fyrir nýliða Aftureldingar í Bestu deild karla.
Liðið er þremur stigum frá öruggu sæti þegar einni umferð er ólokið af hefðbundinni deildarkeppni. Þá er markatalan ekki að vinna með þeim.
„Það er einhver fnykur af Mosó. Maggi (Magnús Már þjálfari) er líka svolítið farinn að tala um dómarana,“ sagði Jóhann Páll Ástvaldsson um stöðuna í Íþróttavikunni.
„Þetta leit vel út í byrjun. En þeir hefðu þurft Elmar Kára miklu sterkari, Hrannar Snær er samt að taka níu marka tímabil. Þú biður ekki um mikið meira.
Ef þeir hefðu fengið þessa stöðu fyrir tímabil, að vera í baráttunni núna og 3 stig í öruggt sæti, það er allt í lagi á fyrsta tímabili í efsta deild,“ sagði hann enn fremur.