fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
433Sport

Vilja gera við hann samning svo hann klári ferilinn í Bítlaborginni

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 5. september 2025 18:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Everton eru að undirbúa nýtt samningsboð til markvarðarins Jordan Pickford og vilja halda honum hjá félaginu út allan hans feril.

Pickford, sem er nú á sínu níunda tímabili hjá Everton, undirritaði síðast samning árið 2023, sem gildir út júní 2027.

Pickford er 31 árs gamall og vill Everton gera fimm ára samning við hann.

Þrátt fyrir erfiða tíma og baráttu við fall síðustu ár, hefur Pickford haldið sæti sínu sem fyrsti kostur Englands í markinu og staðið sig vel á alþjóðavettvangi.

Stjórn Everton telur að Pickford vilji framlengja við félagið og setja stefnuna á að klára ferilinn hjá félaginu.

Félagið vonast til að jákvæður taktur, með nýjum eigendum, nýjum heimavelli og góðu gengi í upphafi móts verði hvatning fyrir Pickford til að skrifa undir.

David Moyes hefur einnig komið með ferskan kraft í liðið síðan hann sneri aftur, og hefur liðið sýnt batamerki undir hans stjórn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Liverpool á eftir fyrrum leikmanni Arsenal

Liverpool á eftir fyrrum leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Solskjær ráðinn í áhugavert starf

Solskjær ráðinn í áhugavert starf
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Lögsækja Manchester United vegna starfsmanns sem sakaður er um barnaníð

Lögsækja Manchester United vegna starfsmanns sem sakaður er um barnaníð
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hóta lögsókn ef enska deildin gerir þessar breytingar – „Okkur líður eins og við séum að ganga sofandi inn í stórslys“

Hóta lögsókn ef enska deildin gerir þessar breytingar – „Okkur líður eins og við séum að ganga sofandi inn í stórslys“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt fylgjast vel með pirruðum leikmanni Dortmund

United sagt fylgjast vel með pirruðum leikmanni Dortmund
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Forsetinn tjáir sig um lífstíl Lamine Yamal

Forsetinn tjáir sig um lífstíl Lamine Yamal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ingi ráðinn til KSÍ

Ingi ráðinn til KSÍ