fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
433Sport

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 5. september 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem er ákærður fyrir að hafa ekið inn í mannfjölda í fögnuði Liverpool eftir sigur í ensku úrvalsdeildinni hefur neitað allri sök í málinu.

Meira en 134 manns slösuðust þegar Ford Galaxy bifreið ók inn í mannfjölda sem var að yfirgefa hafnarsvæðið í Liverpool að lokinni hátíðargöngu þann 26. maí.

Þeir sem slösuðust voru allt frá sex mánaða gömlum börnum upp í 77 ára aldraða einstaklinga.

Paul Doyle, 53 ára, frá Croxteth í Liverpool, hafði upphaflega verið ákærður fyrir sjö brot, en í réttarhöldum í síðasta mánuði voru 24 brot til viðbótar bætt við ákæruskjalið, samtals 31 ákæra.

Hann kom fyrir dóm í gegnum fjarfund frá fangelsi hjá Liverpool Crown Court á fimmtudag og neitaði allri sök.

Hann neitaði sök í málum sem varða:
Hættulegan akstur
Óeirðir (affray)
18 tilraunir til að valda alvarlegum líkamsmeiðslum af ásetningi
9 ákærur um að valda alvarlegum líkamsmeiðslum af ásetningi
2 ákærur um líkamsárás með ásetningi til að valda skaða (wounding with intent)

Doyle var áfram úrskurðaður í gæsluvarðhald og á að mæta fyrir rétt þann 24. nóvember þegar málið verður tekið til meðferðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Liverpool á eftir fyrrum leikmanni Arsenal

Liverpool á eftir fyrrum leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Solskjær ráðinn í áhugavert starf

Solskjær ráðinn í áhugavert starf
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Lögsækja Manchester United vegna starfsmanns sem sakaður er um barnaníð

Lögsækja Manchester United vegna starfsmanns sem sakaður er um barnaníð
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hóta lögsókn ef enska deildin gerir þessar breytingar – „Okkur líður eins og við séum að ganga sofandi inn í stórslys“

Hóta lögsókn ef enska deildin gerir þessar breytingar – „Okkur líður eins og við séum að ganga sofandi inn í stórslys“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt fylgjast vel með pirruðum leikmanni Dortmund

United sagt fylgjast vel með pirruðum leikmanni Dortmund
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Forsetinn tjáir sig um lífstíl Lamine Yamal

Forsetinn tjáir sig um lífstíl Lamine Yamal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ingi ráðinn til KSÍ

Ingi ráðinn til KSÍ