fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
433Sport

Faðir landsliðsmanns fer mikinn á Facebook – Hjólar í bæði Arnar Gunnlaugs og Ólaf Inga

433
Föstudaginn 5. september 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhallur Dan Jóhannsson fyrrum A-landsliðsmaður í knattspyrnu vandar ekki þjálfurum A-landsliðs og U21 árs lið karla kveðjurnar. Þórhallur hefur farið mikinn á Facebook síðustu daga.

Þórhallur er faðir Dags Dan Þórhallssonar sem er leikmaður Orlando í MLS deildinni. Dagur hefur viðloðandi A-landsliðið og hefur spilað sjö leiki.

Dagur er hins vegar ekki í hópnum núna og Þórhallur veltir hlutunum fyrir sér á Facebook. „Það er orðið vel þreytt þetta landsliðsval síðustu ára,“ segir Þórhallur.

Pistilinn skrifaði Þórhallur áður en breytingar voru gerðar á hópnum en Brynjólfur Willumsson var meðal annars kallaður inn í hópinn.

Þórhallur heldur því fram að Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari Íslands velji leikmenn í hópinn sem eru hjá Stellar umboðsskrifstofunni. Þar er Bjarki bróðir Arnars virkur í starfi. Hefur þessi saga oft farið af stað síðustu mánuði, Arnar hefur svarað fyrir þetta og sagt það af og frá.

Meira hérna:
Arnar sendir sneið á sérfræðinga – „Þetta er bara bull í raun og veru“

Nokkrum dögum eftir þessa færslu ákvað Þórhallur svo að vaða í Ólaf Inga Skúlason, þjálfara U21 árs landsliðsins.

„Að Amin Cosic og Freyr Sigurðsson séu ekki í 21 árs landsliðinu er rannsóknarefni útaf fyrir sig,“ skrifar Þórhallur og sendir spjótin aftur að Stellar stofunni.

„Mögulega eru þeir ekki hjá „réttu“ umboðsskrifstofunni. Galið Dæmi,“ segir Þórhallur þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Þolinmóðir Íslendingar komust yfir – Sjáðu markið

Þolinmóðir Íslendingar komust yfir – Sjáðu markið
433Sport
Í gær

Fundaði með Guehi eftir rússíbanann með Liverpool

Fundaði með Guehi eftir rússíbanann með Liverpool
433Sport
Fyrir 2 dögum

Jón Dagur: „Þú mátt kalla þetta það sem þú vilt“

Jón Dagur: „Þú mátt kalla þetta það sem þú vilt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Messi brast í grát í nótt þegar hann lék líklega sinn síðasta dans á heimavelli

Messi brast í grát í nótt þegar hann lék líklega sinn síðasta dans á heimavelli
433Sport
Fyrir 2 dögum

Furðuleg kenning um andlát fræga fólksins fer á flug á ný eftir að Armani féll frá

Furðuleg kenning um andlát fræga fólksins fer á flug á ný eftir að Armani féll frá
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stjarna Chelsea ældi á miðjan völl í nótt eftir harkalegt samstuð við leikmann Arsenal – Sjáðu atvikið

Stjarna Chelsea ældi á miðjan völl í nótt eftir harkalegt samstuð við leikmann Arsenal – Sjáðu atvikið