fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
433Sport

Hrun í stigasöfnun Víkings og Breiðabliks í ár miðað við síðustu ár – Sjáðu samanburðinn

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. september 2025 21:30

Breiðablik er ríkjandi Íslandsmeistari Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik og Víkingur hafa trónað á toppnum í Bestu deildinni síðustu ár og ekkert annað lið hefur unnið deildina eftir að henni var skipt upp eftir 22 umferðir.

Stigasöfnun liðanna í ár er hins vegar sú slakasta í mörg ár og áhugavert að bera hann saman við síðustu ár.

Mynd/Valli

Víkingur hefur leikið 21 leik og hefur safnað 39 stigum í pokann í sumar, á sama tíma í fyrra var liðið með sjö stigum meira. Breiðablik hefur spilað 20 leiki og voru í fyrra með tíu stigum meira, liðið endaði sem meistari.

Víkingur var eftir 21 leik árið 2023 með 56 stig, liðið er með sautján stigum minna í ár. Sumarið 2023 var Breiðablik að verja titil og var titilvörn þeirra ekki merkileg, liðið var hins vegar með 38 stig eftir 20 leiki þá. Fimm stigum meira en liðið er með núna.

Spennan í Bestu deildinni er gríðarleg en Valur er með 40 stig, stigi meira en Víkingur en Breiðablik situr í fjórða sætinu.

Samanburður á stigasöfnun síðustu ára – Víkingur eftir 21 leik og Breiðablik eftir 20 leiki:

2025
Víkingur – 39 stig
Breiðablik – 33 stig

2024
Víkingur – 46 stig
Breiðablik – 43 stig

2023
Víkingur – 56 stig
Breiðablik – 38 stig

2022:
Víkingur – 42 stig
Breiðalik – 48 stig

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Amorim fór í kvöldverð með Semenyo – Félögin náðu ekki saman

Amorim fór í kvöldverð með Semenyo – Félögin náðu ekki saman
433Sport
Í gær

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar