fbpx
Föstudagur 05.september 2025
433Sport

Tapaði 830 milljónum á svindli en gæti nú þurft að borga skatta vegna þess

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. september 2025 21:30

Danny Murphy (Mynd/Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi miðjumaður Liverpool og Tottenham, Danny Murphy, hefur opinberað að hann hafi tapað allt að fimm milljónum punda vegna fjárfestinga sem hann gerði á ferlinum, fjárfestinga sem hann lýsir nú sem „fjárhagslegu ofbeldi“.

Murphy, sem nú starfar sem sérfræðingur í Match of the Day, er einn af ellefu fyrrverandi atvinnumönnum sem stofnuðu samtökin V11, sem snúa að baráttunni gegn fjárhagsmisnotkun sem margir knattspyrnumenn urðu fyrir í gegnum Kingsbridge Asset Management.

Í nýrri heimildarmynd BBC, The Story of the V11, segir Murphy sína sögu og lýsir hvernig röð fjárfestinga í gegnum Kingsbridge leiddi til persónulegra áfalla.

„Ég hef tapað fjórum, mögulega fimm milljónum punda,“ segir Murphy í myndinni.

„Fjárhagslega ofbeldið sem ég hef orðið fyrir hefur valdið mér gífurlegum vandamálum. Það er skömmin, vandræðin og sektarkenndin yfir því að hafa lent í þessari stöðu, stöðu sem maður hélt að maður væri of klár til að lenda í.“

Murphy, sem er 48 ára, er aðeins einn af um það bil 200 knattspyrnumönnum sem urðu fyrir áhrifum af fjárfestingarsvindlinu. Þeirra á meðal eru stór nöfn á borð við Wayne Rooney og Rio Ferdinand.

Þrátt fyrir að hafa verið taldir fórnarlömb svika, eru fyrrverandi leikmenn nú sagðir eiga yfir höfði sér háar skattaálögur vegna fjárfestinganna. Fjárfesting sem þeir voru sannfærðir um að væru lögmætar og öruggar á sínum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vill komast aftur í enska landsliðið – Var síðast með í Reykjavík en var rekinn heim

Vill komast aftur í enska landsliðið – Var síðast með í Reykjavík en var rekinn heim
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Harmsaga í leit að greiningu veikinda og gafst nánast upp í samtali við eiginkonuna – „Ég vil bara deyja. Ég vil ekki vera byrði“

Harmsaga í leit að greiningu veikinda og gafst nánast upp í samtali við eiginkonuna – „Ég vil bara deyja. Ég vil ekki vera byrði“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Owen botnar ekki neitt í ákvörðun Harry Kane – Kemur með furðulegan punkt

Owen botnar ekki neitt í ákvörðun Harry Kane – Kemur með furðulegan punkt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Haaland andvaka vegna ástandsins í heimabæ sínum og fór á Snapchat um miðja nótt – „Hvað í fjandanum er í gangi?“

Haaland andvaka vegna ástandsins í heimabæ sínum og fór á Snapchat um miðja nótt – „Hvað í fjandanum er í gangi?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnari aldrei liðið eins vel með leikmannahóp – „Æfingarnar eru búnar að vera stórkostlegar“

Arnari aldrei liðið eins vel með leikmannahóp – „Æfingarnar eru búnar að vera stórkostlegar“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnar búinn að velja – „Andskotinn hafi það, það má alveg hrista upp í þessu“

Arnar búinn að velja – „Andskotinn hafi það, það má alveg hrista upp í þessu“
433Sport
Í gær

Vill ekki ræða viðræðurnar við KSÍ – „Ætla ekki að setja allt í háaloft“

Vill ekki ræða viðræðurnar við KSÍ – „Ætla ekki að setja allt í háaloft“
433Sport
Í gær

Antony segist hafa hafnað einu stærsta félagi Evrópu á lokadögum gluggans

Antony segist hafa hafnað einu stærsta félagi Evrópu á lokadögum gluggans