fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
433Sport

Stoltur Gísli í landsliðinu í fyrsta sinn – „Eitthvað sem maður stefnir alltaf að“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. september 2025 19:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Gottskálk Þórðarson er í fyrsta sinn í íslenska landsliðshópnum, sem hefur leik í undankeppni HM gegn Aserbaídsjan á föstudag. Hann er stoltur af því að hafa verið valinn.

Gísli, sem er aðeins tvítugur, sló í gegn með Víkingi hér heima áður en hann var keyptur til pólska stórliðsins Lech Poznan í ársbyrjun. Þar er hann kominn í stórt hlutverk og er nú mættur í landsliðið.

video
play-sharp-fill

„Ég er stoltur og ánægður með að vera kominn hingað. Þetta er eitthvað sem maður stefnir alltaf að sem íslenskur fótboltamaður og ég er mjög glaður með að fá fyrsta tækifærið,“ sagði kappinn við 433.is á liðshóteli Íslands í dag.

„Ég tók fyrstu æfinguna áðan. Þetta er geggjaður hópur, mjög þéttur hópur og andinn er góður. Við erum búnir að fara vel yfir taktíkina og gera okkur klára í leikinn.“

Það er mjög mikilvægt fyrir Ísland að vinna Aserbaídsjan, sem er lægst skrifaða lið undanriðilsins, sem inniheldur einnig Frakkland og Úkraínu.

„Þetta er gott lið, eru með mikið af leikmönnum í Qarabag sem eru komnir inn í Meistaradeildina. Flestöll landslið eru með mikið af gæðum inn á milli en á sama tíma er þetta leikur sem við teljum okkur eiga góðan möguleika á að klára.

Við erum alveg hreinskilnir með það gagnvart okkur sjálfum, við verðum að vinna þennan leik, fara vel af stað og fara til Frakklands með góð úrslit.“

Ítarlegt viðtal er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmaður Arsenal sendi Ferdinand skilaboð í kjölfar gagnrýni hans

Leikmaður Arsenal sendi Ferdinand skilaboð í kjölfar gagnrýni hans
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjónlýsing á öllum leikjum

Sjónlýsing á öllum leikjum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Guehi harðneitaði að skrifa undir

Guehi harðneitaði að skrifa undir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gísli lét höggið í vor ekki á sig fá – „Nú er ég ekki einu sinni að pæla í þessu“

Gísli lét höggið í vor ekki á sig fá – „Nú er ég ekki einu sinni að pæla í þessu“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Svimandi há laun Ten Hag fyrir nokkra mánuði í Þýskalandi

Svimandi há laun Ten Hag fyrir nokkra mánuði í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
KSÍ í þjálfaraleit
Hide picture