fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
433Sport

Situr ekki í Brynjólfi að fá kallið seinna – „Ég var bara klár“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. september 2025 19:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta leggst mjög vel í mig. Við ætlum okkur bara að vinna Aserbaídsjan,“ sagði Brynjólfur Willumsson landsliðsmaður við 433.is á hóteli Íslands í dag.

Íslenska landsliðið mætir Aserbaídsjan í fyrsta leik undankeppni HM hér heima á föstudag, áður en það ferðast til Parísar og mætir heimamönnum í leik tvö.

video
play-sharp-fill

Brynjólfur var ekki í upprunanlega landsliðshópi Arnars Gunnlaugssonar en var kallaður inn vegna meiðsla Orra Steins Óskarssonar.

„Ég var bara klár þegar kallið kom, ég var bara tilbúinn í þetta. Ég er mjög ánægður með að vera hérna,“ sagði Brynjólfur.

Sóknarmaðurinn hefur farið frábærlega af stað með Groningen í hollensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og skorað fjögur mörk í jafnmörgum leikjum. Var hann svekktur að fá ekki kallið til að byrja með?

„Maður er alltaf svekktur að vera ekki í hópnum. Ég er bara ánægður að vera hérna núna og þá er maður ekki að pæla mikið í því,“ sagði Brynjólfur.

Ljóst er að Ísland þarf að vinna Aserbaídsjan heima ef markmiðið er að fara á HM 2026. „Þetta er leikur sem við ætlum að vinna og ef þú horfir á hópinn sem við erum með kemur ekkert annað til greina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guehi harðneitaði að skrifa undir

Guehi harðneitaði að skrifa undir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gísli lét höggið í vor ekki á sig fá – „Nú er ég ekki einu sinni að pæla í þessu“

Gísli lét höggið í vor ekki á sig fá – „Nú er ég ekki einu sinni að pæla í þessu“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

KSÍ í þjálfaraleit

KSÍ í þjálfaraleit
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mikil sorg ríkir eftir að fjölskyldufaðir lést við líkamsrækt

Mikil sorg ríkir eftir að fjölskyldufaðir lést við líkamsrækt
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Forsetinn hrósaði Íslendingum en sagði eitt og annað enn ábótavant

Forsetinn hrósaði Íslendingum en sagði eitt og annað enn ábótavant
433Sport
Í gær

Ten Hag tjáir sig um óvænta brottreksturinn – „Þetta var aldrei samband byggt á gagnkvæmu trausti“

Ten Hag tjáir sig um óvænta brottreksturinn – „Þetta var aldrei samband byggt á gagnkvæmu trausti“
433Sport
Í gær

Kveðjumyndband Marc Guehi til Crystal Palace lekur út – Sjáðu myndbandið

Kveðjumyndband Marc Guehi til Crystal Palace lekur út – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

Eiður Smári segir kostulega sögu af Auðunni Blöndal í New York – „Mig langaði að hverfa“

Eiður Smári segir kostulega sögu af Auðunni Blöndal í New York – „Mig langaði að hverfa“
Hide picture