Íslenska landsliðið hefur hafið undirbúning fyrir fyrsta leik í undankeppni HM en liðið mætir Aserbaísjan á föstudag á Laugardalsvelli.
Íslenska liðið varð fyrir áfalli um helgina þegar Orri Steinn Óskarsson fyrirliði liðsins meiddist og ljóst að hann verður ekki með.
Áhugavert verður að sjá hvernig Arnar Gunnlaugsson stillir upp liðinu í sínum fyrsta leik en hann hefur nokkuð marga góða kosti.
433.is telur að hann muni veðja á þetta lið í fyrsta leik en liðið mætir Frakklandi á þriðjudag í næstu viku.
Elías Rafn Ólafsson er líklegur til að vera í markinu eftir góða frammistöðu í Danmörku en Hákon Rafn Valdimarsson fær lítið að spila hjá Brentford.
Líklegt byrjunarlið Íslands:
Elías Rafn Ólafsson – FC Midtjylland
Guðlaugur Victor Pálsson – AC Horsens
Sverrir Ingi Ingason – Panathinaikos F. C.
Daníel Leó Grétarsson – SonderjyskE
Logi Tómasson – Samsunspor
Stefán Teitur Þórðarson – Preston North End F.C
Ísak Bergmann Jóhannesson – 1. FC Köln
Hákon Arnar Haraldsson – LOSC Lille
Albert Guðmundsson – ACF Fiorentina
Andri Lucas Guðjohnsen – Blackburn
Jón Dagur Þorsteinsson – Hertha BSC