Bruno Fernandes tryggði Manchester United 3-2 sigur gegn Burnley um helgina með marki úr vítaspyrnu.
Vítaspyrnan var dæmd í uppbótartíma en VAR skoðun tók nokkra stund og því þurfti að bíða eftir því að taka spyrnuna.
Á meðan Bruno beið eftir því að fá grænt ljós ætlaði Hannibal fyrrum leikmaður United að reyna að komast inn í hausinn á honum.
Luke Shaw bakvörður United tók eftir þessu og hljóp af stað, hann tók Hannibal af vettvangi.
Það gæti hafa hjálpað því Bruno var öruggur á punktinum.
Luke Shaw vs Hannibal during the penalty VAR review#mufc #lukeshaw pic.twitter.com/FrTBujIqCq
— StrettyEnd (@_StrettyEnd) September 1, 2025