fbpx
Mánudagur 01.september 2025
433Sport

Bjartsýni hjá Liverpool að ná að kaupa báða

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 1. september 2025 08:50

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool ætlar sér að landa bæði Marc Guehi og Alexander Isak áður en félagaskiptaglugganum verður skellt í lás í kvöld.

Englandsmeistararnir hafa verið á eftir Isak í allt sumar, en framherjinn hóf stríð við félag sitt, Newcastle, fyrir nokkrum vikum til að reyna að koma skiptunum í gegn.

Í gærkvöldi birtust loks fréttir þess efnis að Liverpool væri að landa Svíanum. Verður kaupverið um 125-130 milljónir punda.

Guehi er fyrirliði Crystal Palace en verður samningslaus þar eftir eitt ár. Félagið er sagt opið fyrir að selja hann fyrir rétt verð en vill helst annan miðvörð í staðinn.

Það er líklegt að Joe Gomez fari frá Liverpool ef það tekst að fá Guehi inn. AC Milan er þar líklegasti áfangastaðurinn.

Þess má geta að félagaskiptaglugganum verður skellt í lás klukkan 18 í kvöld að íslenskum tíma. Er það fjórum tímum fyrr en vanalega. Þetta er gert til að búa til heilbrigðara starfsumhverfi og vinnutíma fyrir starfsfólk knattspyrnufélaga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Romano búinn að smella ‘Here we go’ á skipti Isak

Romano búinn að smella ‘Here we go’ á skipti Isak
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hallgrímur sakar Garðbæinga um að beita bellibrögðum – „Mér finnst það til skammar“

Hallgrímur sakar Garðbæinga um að beita bellibrögðum – „Mér finnst það til skammar“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Virtist hafa engan áhuga og fór beint í símann eftir komuna – Fær mikla gagnrýni á samskiptamiðlum

Virtist hafa engan áhuga og fór beint í símann eftir komuna – Fær mikla gagnrýni á samskiptamiðlum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besta deildin: Ótrúleg endurkoma Stjörnunnar – Sigurmark á 98. mínútu

Besta deildin: Ótrúleg endurkoma Stjörnunnar – Sigurmark á 98. mínútu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deildin: Botnliðin töpuðu bæði – KR fékk stig á Ísafirði

Besta deildin: Botnliðin töpuðu bæði – KR fékk stig á Ísafirði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fenerbahce reynir við Ederson

Fenerbahce reynir við Ederson