fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
433Sport

Hallgrímur sakar Garðbæinga um að beita bellibrögðum – „Mér finnst það til skammar“

433
Sunnudaginn 31. ágúst 2025 21:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, er allt annað en sáttur við gestrisni Stjörnunnar, öllu heldur skort á henni, fyrir heimaleiki sína. Liðin mættust í Garðabæ í Bestu deild karla í dag.

Stjarnan vann 3-2 sigur en eftir leik gagnrýndi Hallgrímur það hvernig Stjörnumenn taka á móti gestaliðum og að þeir skili leikskýrslum seint.

„Mig langar samt að benda á að mér finnst það til skammar hvernig Stjarnan tekur á móti liðum hér á Samsung-vellinum. Leikskýrslan kemur trekk í trekk 45 mínútum fyrir leik á meðan við skilum skýrslunni af okkur klukkutíma fyrir leik.

Þeir vökva svo bara völlinn öðru megin og hundbleyta varamannaskýlið okkar. Þetta er leiðinda mind games sem er ekki mikill bragur af. Mér finnst að KSÍ eigi að taka á þessu og þetta er Stjörnunnni ekki til sóma,“ sagði Hallgrímur til að mynda við Vísi/Sýn.

KA er í níunda sæti deildarinnar með 26 stig, 5 stigum fyrir ofan fallsvæðið. Stjarnan er með 37 stig og komið inn í toppbaráttuna af krafti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjónlýsing á öllum leikjum

Sjónlýsing á öllum leikjum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gleymdi að skrifa undir mikilvæg gögn – Starfsmaður hljóp til að láta dæmið ganga upp

Gleymdi að skrifa undir mikilvæg gögn – Starfsmaður hljóp til að láta dæmið ganga upp
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gísli lét höggið í vor ekki á sig fá – „Nú er ég ekki einu sinni að pæla í þessu“

Gísli lét höggið í vor ekki á sig fá – „Nú er ég ekki einu sinni að pæla í þessu“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nýliðarnir tóku ekki sénsinn á nýjum markverði United

Nýliðarnir tóku ekki sénsinn á nýjum markverði United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Isak sendir stuðningsmönnum Newcastle kveðju

Isak sendir stuðningsmönnum Newcastle kveðju
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fékk spurninguna sem íslenska þjóðin veltir fyrir sér – „Nei, það kemur bara í ljós“

Fékk spurninguna sem íslenska þjóðin veltir fyrir sér – „Nei, það kemur bara í ljós“