Besiktas í Tyrklandi rak Ole Gunnar Solskjær í kvöld, var hann rekinn beint eftir leik í Sambansdeildinni.
Besiktas tapaði gegn Lausanne frá Sviss á heimavelli í kvöld, 0-1 og féll úr leik.
Solskjær tók við Besiktas á síðustu leiktíð og gerði vel til að byrja með, en þolinmæðin í Tyrklandi er hins vegar oft lítil.
Forseti Besiktas ákvað beint eftir leik að reka Solskjær og hefur honum verið tilkynnt það.
Solskjær hafði verið í nokkru fríi frá þjálfun þegar hann tók við tyrkneska stórliðinu, en hann hefur einnig stýrt Manchester United og Cardiff á þjálfaraferli sínum.