Þrátt fyrir að Breiðablik hafi aðeins unnið Virtus frá San Marínó með naumindum í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í Sambandsdeildinni hafa veðbankar engar áhyggjur af Blikum á útivelli í kvöld.
Margir gerðu ráð fyrir að Íslandsmeistararnir myndu valta yfir Virtus í Kópavogi í síðustu viku en 2-1 varð niðurstaðan. Það er því enn verk að vinna fyrir seinni leikinn.
Veðbankar telja þó allar líkur á að Blikar fari áfram. Stuðull á sigur í kvöld er 1,26. Stuðull á jafntefli er þá 4,63, en það myndi auðvitað duga til að fara áfram. Stuðullinn á sigur Virtus er aftur á móti 7,22.
Breiðablik er einum leik frá því að fara í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Yrði það í annað skiptið sem liðið kemst á þetta stig keppninnar, en það fór í riðlakeppnina fyrir tveimur árum.