fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 29. ágúst 2025 12:00

Mynd: Antony/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antony, kantmaður Manchester United, er svo staðráðinn í að yfirgefa félagið að hann hefur flutt út úr glæsihúsi sínu og dvelur nú á flugvallarhóteli nærri Manchester Airport.

Brasilíumaðurinn hefur verið upplýstur af þjálfaranum Rúben Amorim um að hann eigi enga framtíð hjá félaginu, þrátt fyrir að hafa átt gott tímabil í láni hjá Real Betis á síðasta tímabili.

Betis er sagt komið langt í viðræðum við United um nýjan lánssamning fyrir 3 milljónir punda, sem myndi verða að kaupum fyrir 33 milljónir punda næsta sumar.

Antony virðist staðráðinn í að ganga frá skiptunum sem fyrst því hann hefur þegar flutt út úr húsi sínu í Hale, þar sem hann bjó áður með eiginkonu sinni og fjölskyldu. Í sömu götu bjó einnig Paul Pogba á sínum tíma.

Nú býr Antony með fjölskyldu sinni á hóteli sem er í aðeins fimm mínútna fjarlægð frá flugvellinum, þar sem Porsche-bifreið hans hefur verið á bílastæðinu. Gistingin kostar aðeins um 20 þúsund krónur nóttin.

Antony æfir ekki með aðalliðinu og hefur verið að æfa í litlum hópi af mönnum sem Amorim vill burt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfest að Kobbie Mainoo hefur óskað eftir því að fara frá United fyrir mánudag

Staðfest að Kobbie Mainoo hefur óskað eftir því að fara frá United fyrir mánudag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hegðun Bruno Fernandes eftir vonbrigði gærkvöldsins vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið

Hegðun Bruno Fernandes eftir vonbrigði gærkvöldsins vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Er það heimska hjá Amorim að breyta ekki um kerfi? – Svona gæti United litið út í 4-3-3

Er það heimska hjá Amorim að breyta ekki um kerfi? – Svona gæti United litið út í 4-3-3
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrrum framherji Liverpool með spádóm um hvernig stóra Isak málið endar

Fyrrum framherji Liverpool með spádóm um hvernig stóra Isak málið endar