fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Þessir eru líklegastir til að taka við af Amorim

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 28. ágúst 2025 10:10

Ruben Amorim, stjóri Manchester United.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gareth Southgate og Michael Carrick eru taldir líklegastir til að taka við sem næsti stjóri Manchester United samkvæmt veðbönkum.

Enskir miðlar fjalla um þetta í dag í kjölfar niðurlægjandi taps United gegn D-deildarliði Grimsby í 2. umferð deildabikarsins í gærkvöldi.

Sæti Ruben Amorim er orðið heitt. Undir hans stjórn endaði liðið í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í vor og er aðeins með eitt stig eftir tvo leiki í deildinni á þessari leiktíð.

Southgate hefur ekki verið í starfi síðan hann hætti með enska landsliðið eftir EM 2024. Carrick, sem er auðvitað fyrrum leikmaður United, var þá rekinn frá Middlesbrough í sumar en hafði áður vakið jákvæða athygli fyrir starf sitt þar.

Carrick er þá vel liðinn hjá United eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari um tíma eftir að ferlinum lauk.

Næst á eftir í veðbönkum koma þeir Oliver Glasner, stjóri Crystal Palace, Mauricio Pochettino, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna og Kieran McKenna hjá Ipswich.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband náðist þegar lögreglan skarst í leikinn – Grunaði maka sinn um framhjáhald og hafði rétt fyrir sér

Myndband náðist þegar lögreglan skarst í leikinn – Grunaði maka sinn um framhjáhald og hafði rétt fyrir sér
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tyrkirnir hafa áhuga á ólátabelg Tottenham

Tyrkirnir hafa áhuga á ólátabelg Tottenham
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eiður Aron fylgir Davíði Smára í Njarðvík

Eiður Aron fylgir Davíði Smára í Njarðvík
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta
433Sport
Í gær

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Messi og fjölskylda þrá að flytja aftur til Barcelona

Messi og fjölskylda þrá að flytja aftur til Barcelona