AC Milan er að tryggja sér þjónustu Christopher Nkunku, leikmanns Chelsea.
Hinn 27 ára gamli Nkunku heillaði ekki á tveimur árum hjá Chelsea og er seldur á næstum helmningi minna en hann var keyptur á, eða um 30 milljónir punda.
Þá skrifar Nkunku undir fimm ára samning í Mílanó. Búast má við að skiptin verði formlega kynnt á allra næstunni.
Nkunku er franskur og hefur einnig leikið með RB Leipzig og Paris Saint-Germain. Þá á hann að baki 14 A-landsleiki fyrir þjóð sína.
🚨💣 EXCLUSIVE: Christopher Nkunku to AC Milan, here we go! Deal verbally agreed in principle between the clubs.
AC Milan and Chelsea are set to prepare documents today, fee will be in the region of €35m with add-ons.
Nkunku said yes to 5 year contract yesterday, as revealed. pic.twitter.com/aAVUkz8TSe
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 28, 2025