fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Pressan

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað

Pressan
Fimmtudaginn 28. ágúst 2025 03:15

Donald Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt helsta kosningaloforð Donald Trump í forsetakosningunum á síðasta ári var að taka til hendinni og vísa ólöglegum innflytjendum úr landi. Hann hefur látið verkin tala og innflytjendaeftirlitið hefur gengið hart fram um allt land við að hafa uppi á ólöglegum innflytjendum og flytja þá úr landi.

Trump varð tíðrætt um að landið væri fullt af glæpamönnum og andlega veiku fólki frá öðrum ríkjum, fólk sem hefði ekki landvistarleyfi og full ástæða væri til að vísa úr landi. Yfirvöld hafa þó ekki bara einblínt á þessa hópa heldur hefur fjöldi ósköp venjulegs vinnandi fólks verið vísað úr landi.

Nú ætlar Trump að herða aðgerðirnar enn frekar og verður sjónum yfirvalda nú einnig beint að fólki sem er með gilda vegabréfsáritun til Bandaríkjanna.

Bandarískir fjölmiðlar segja að utanríkisráðuneytið segi að unnið sé að því að hefja yfirferð á upplýsingum um alla útlendinga sem eru með vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Þetta eru um 55 milljónir manna. Stór hluti þeirra eru ferðamenn, fólk sem starfar í Bandaríkjunum og kaupsýslufólk.

Markmiðið er að taka á margvíslegu svindli sem að mati Trump-stjórnarinnar er mjög útbreitt. Margir þeirra, sem eru í þessum hópi, eru með útrunna vegabréfsáritun eða hafa hlotið dóm í Bandaríkjunum.

Nú þegar er byrjað að skoða erlenda námsmenn í landinu. Búið er að afturkalla vegabréfsáritun 6.000 námsmanna vegna þess að hún var útrunnin eða vegna brota á ýmsum reglum.

Yfirvöld segja einnig að í framtíðinni verði í ákveðnum tilfellum stuðst við færslur fólks á samfélagsmiðlum til að koma upp um hugsanlega „and-bandarískar“ skoðanir og „gyðingahatur“ þegar sótt er um ferða- og dvalarleyfi í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Algjörlega misheppnað sprengjutilræði í Stokkhólmi – Sprengdi sjálfan sig í loft upp

Algjörlega misheppnað sprengjutilræði í Stokkhólmi – Sprengdi sjálfan sig í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikil reiði í Hollandi – Hælisleitandi myrti 17 ára stúlku og nauðgaði konu skömmu áður

Mikil reiði í Hollandi – Hælisleitandi myrti 17 ára stúlku og nauðgaði konu skömmu áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu fjögur lík í Signu – Einn handtekinn vegna málsins

Fundu fjögur lík í Signu – Einn handtekinn vegna málsins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pólitísk sprengja – Leigumorðingi átti að drepa hund og svikull milljarðamæringur sem vill verða forsætisráðherra

Pólitísk sprengja – Leigumorðingi átti að drepa hund og svikull milljarðamæringur sem vill verða forsætisráðherra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna verður þú að hætta að vaska upp í höndum

Þess vegna verður þú að hætta að vaska upp í höndum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingur í fæðuöryggi segir að hér megi aldrei geyma mjólkina

Sérfræðingur í fæðuöryggi segir að hér megi aldrei geyma mjólkina