Manchester United hefur eytt 1,1 milljarði punda í leikmannahóp sinn sem félagið hefur í dag, hópurinn er þó aðeins metinn á 760 milljónir punda og því hefur United ekki farið vel með aurinn.
Öll félög í ensku deildinni voru tekin út og skoðað hvað þau hafa borgað fyrir hóp sinn og hvers virði hann er í dag samkvæmt Transfermarkt.
Arsenal kemur best út úr þessari skoðun en félagið hefur borgað rúmar 800 milljónir punda fyrir sína leikmenn en þeir eru virði 1,1 milljarðs punda í dag.
Brighton og Manchester City hafa einnig gert vel þarna og sömu sögu má segja um Liverpool.
Chelsea er í sömu stöðu og United að hafa eytt miklu en leikmennirnir hafa ekki staðið undir þeim verðmiða.
Samantekt um þetta er hér að neðan.