Vond byrjun á tímabili West Ham hélt áfram í gærkvöldi, er liðið féll úr leik í deildabikarnum gegn Wolves. Pirringurinn er farinn að láta á bera.
West Ham hefur tapað báðum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu hingað til og varð niðurstaðan sú sama gegn Úlfunum í kvöld.
Stuðningsmenn eru verulega pirraðir á stöðu liðsins og virðast einhverjir þeirra sem ferðuðust til að sjá liðið gegn Wolves hafa látið ummæli falla sem fóru í taugarnar á fyrirliðanum Jarrod Bowen.
Tomas Soucek og öryggisverðir þurftu að halda aftur af honum og róaðist Bowen að lokum. Hann baðst svo afsökunar á framferði sínu á samfélagsmiðlum.
Þetta má sjá hér að neðan.
Jarrod Bowen has apologised on social media for his conduct following West Ham's Carabao Cup exit. pic.twitter.com/bYXYYtlWTl
— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 26, 2025