fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Pressan

Fundu leynilega norðurkóreska herstöð

Pressan
Miðvikudaginn 27. ágúst 2025 07:30

Hér sést herstöðin á gervihnattarmynd. Mynd:Planet Labs

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta eru svo sannarlega ekki góðar fréttir,“ sagði Victor D. Cha, hernaðarsérfræðingur, um þau tíðindi að áður óþekkt norðurkóresk herstöð fannst nýlega. Talið er að þar séu langdrægar eldflaugar geymdar.

Skýrt er frá tilvist herstöðvarinnar í nýrri skýrslu frá hugveitunni CSIS. Fram kemur að þaðan sé hægt að skjóta eldflaugum sem geta dregið til Bandaríkjanna að sögn New York Times.

Hugveitan segir að herstöðin sé nærri bænum Sinpung-dong. Hann er tæplega fimm kílómetra frá kínversku landamærunum.

Bygging herstöðvarinnar er talin hafa hafist 2004 og hafi hún verið tekin í notkun tíu árum síðar. Tókst Norður-Kóreumönnum að halda tilvist hennar leynilegri allt þar til nú.

CSIS komst að hinu sanna á grunni upplýsinga frá heimildarmönnum, skjölum og gervihnattarmyndum.

Talið er að um tuttugu leynilegar herstöðvar séu í Norður-Kóreu og að Norður-Kóreumenn reyni að halda þeim leyndum fyrir umheiminum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur í fæðuöryggi segir að hér megi aldrei geyma mjólkina

Sérfræðingur í fæðuöryggi segir að hér megi aldrei geyma mjólkina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna skaltu muna að sofa með svefnherbergisdyrnar lokaðar

Þess vegna skaltu muna að sofa með svefnherbergisdyrnar lokaðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjúkrunarfræðingur segir þetta þrennt merki um að fólk eigi innan við sólarhring ólifaðan

Hjúkrunarfræðingur segir þetta þrennt merki um að fólk eigi innan við sólarhring ólifaðan
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona getur þú sjálf(ur) minnkað blóðfitumagnið þitt

Svona getur þú sjálf(ur) minnkað blóðfitumagnið þitt