fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Athyglisvert viðtal við Óskar – „Ég veit hvað þú ert að reyna Ágúst“

433
Þriðjudaginn 26. ágúst 2025 18:30

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur mikið verið rætt um tilhneigingu Óskars Hrafns Þorvaldssonar þjálfara KR til að gagnrýna leikstíl andstæðinga sinna í Bestu deild karla í sumar. Hann virðist meðvitaður um þá umræðu miðað við viðtal sem hann fór í við Sýn í gær.

KR er í hörkufallbaráttu þrátt fyrir að hafa sýnt fínar rispur í sumar. Óskar Hrafn er þekktur fyrir það að spila skemmtilegan og oft á tíðum hugrakkan fótbolta en hefur ekki alltaf verið sáttur við það hvernig andstæðingarnir spila.

Eftir 1-2 tap gegn Stjörnunni í gær, þar sem KR var að flestra mati betri aðilinn, spurði Ágúst Orri Arnarson fréttamaður Sýnar hann út í það hvort hann yrði sáttur með að vinna í kjölfar spilamennsku eins og þeirrar sem Stjarnan bauð upp á í gær.

„Ég veit hvað þú ert að reyna Ágúst. Ég hef alveg skilning á því að þú ert að reyna að fá mig til að segja að ég myndi ekki ganga stoltur frá borði,“ svaraði Óskar og hélt áfram.

„Ég er búinn að tjá mig nokkrum sinnum um leikstíl andstæðinganna. Þegar maður tapar er eins gott að segja sem minnst en ég held að allir þeir sem hafa fylgst með fótbolta og heyrt mig tala viti svarið.

Tilgangurinn helgar meðalið. Þeir eru á góðum stað í deildinni og gera það sem þeir telja að þurfi til að byggja upp og þróa sitt lið. Við förum aðeins aðra leið að því en ég ætla ekki að standa hér, horfa framan í alla og segja að mín leið sé endilega betri. Hún er bara öðruvísi,“ sagði Óskar einnig, en Stjörnumenn eru í toppbaráttunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina
433Sport
Í gær

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta
433Sport
Í gær

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz