Everton vann sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili í dag er liðið mætti Brighton.
Everton tapaði 1-0 gegn Leeds í fyrstu umferð en spilaði gegn Brighton í dag á sínum fyrsta heimaleik á nýjum heimavelli.
Iliman Ndiaye og James Garner gerðu mörk heimamanna en Danny Welbeck klikkaði einnig á víti fyrir gestina.
Jack Grealish var frábær fyrir Everton og lagði upp bæði mörk liðsins í leiknum.
Nottingham Forest og Crystal Palace áttust við á sama tíma en þeim leik lauk með 1-1 jafntefli.
Ismaila Sarr kom Palace yfir en Callum Hudson Odoi jafnaði metin fyhrir gestina.