fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Virkilega ósáttur með fjölmiðlamenn: Ákváðu að blanda honum í málið – ,,Eitthvað sem ég sagði fyrir tíu árum“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 24. ágúst 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Georginio Wijnaldum, fyrrum leikmaður Liverpool, er allt annað en sáttur með vinnubrögð ESPN sem ákvað að birta ummæli leikmannsins sem hann lét falla fyrir um tíu árum síðan.

Wijnaldum var þá að undirbúa sig fyrir skipti til Liverpool frá Newcastle en það sama mun líklega gerast með Alexander Isak á næstunni.

Isak hefur verið í umræðunni í allt sumar en hann neitar að spila og æfa með Newcastle og vill komast til Liverpool sem fyrst.

ESPN rifjaði upp ummæli Wijnaldum frá 2016 þar sem hann tjáði sig um skiptin en hann hafði þó ekkert nema góða hluti að segja.

Hollendingurinn sagðist aldrei hafa neytt félagið í að selja sig en var þó ákveðinn í að fara til Liverpool ef tækifærið væri í boði.

ESPN ákvað að líkja þessum félagaskiptum saman sem fór virkilega illa í miðjumanninn sem spilar í Sádi Arabíu í dag.

,,Þetta er eitthvað sem ég sagði fyrir um tíu árum og áður en ég fór til Liverpool,“ sagði Wijnaldum.

,,Af hverju er verið að birta þetta í dag eins og þetta sé mín skoðun á stöðu Isak? Þetta tengist Isak og þessum félögum en ekki mér. Ekki blanda mér í þetta mál. Takk fyrir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nýjasta stjarna Arsenal horfði reglulega á goðsögn félagsins á YouTube

Nýjasta stjarna Arsenal horfði reglulega á goðsögn félagsins á YouTube
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vill ekki kenna markmanninum um eftir leikinn í gær: ,,Má samt ekki gerast“

Vill ekki kenna markmanninum um eftir leikinn í gær: ,,Má samt ekki gerast“
433Sport
Í gær

England: Burnley vann Sunderland – Brentford kom mörgum á óvart

England: Burnley vann Sunderland – Brentford kom mörgum á óvart
433Sport
Í gær

Hatar Liverpool en skemmti sér með stjóranum í sumar: ,,Maður þarf að sýna virðingu“

Hatar Liverpool en skemmti sér með stjóranum í sumar: ,,Maður þarf að sýna virðingu“