Manchester City hefur lánað Claudio Echeverri til Bayer Leverkusen út þessa leiktíð.
Um er að ræða lán sem inniheldur engan kaupmöguleika eða slíkt. City sér Echeverri sem leikmann fyrir framtíðina.
Echeverri, sem er 19 ára gamall, mun leika undir stjórn Erik ten Hag í sterku liði Leverkusen í vetur og fá dýrmætan spiltíma að öllum líkindum.
Fjöldi liða hafði áhuga á að fá Argentínumanninn á láni, þar á meðal Dortmund, Girona og Lazio, en Leverkusen hreppti hann.
Echeverri gekk í raðir City snemma árs 2024 frá River Plate og var svo lánaður þangað aftur. Hann spilaði fyrsta leik sinn fyrir City á HM félagsliða í sumar.
Welcome to Lev, Claudio Echeverri! 😈🇦🇷
The 19-year-old Argentine joins on a one-year loan from Premier League side @ManCity. 🖤❤️ pic.twitter.com/DEo67K8T0M
— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04_en) August 21, 2025