Breiðablik tekur aðeins með sér eins marks forskot til San Marínó eftir fyrri leikinn gegn Virtus í umspili um sæti í Sambandsdeildinni.
Virtus er ekki hátt skrifað lið en komust gestirnir hins vegar yfir snemma leiks með marki af vítapunktinum.
Valgeir Valgeirsson jafnaði fyrir Blika eftir um hálftíma leik og staðan í hálfleik var jöfn.
Tobias Thomsen skoraði svo eina mark seinni hálfleiks af vítapunktinum. Lokatölur 2-1 þó svo að Blikar hafi verið mun sterkari aðilinn og hefðu getað skorað meira.
Seinni leikurinn fer fram á heimavelli Virtus í San Marínó eftir slétta viku.