Chelsea og Manchester United hafa rætt það að skiptast á leikmönnum í sumar, samkvæmt blaðamanninum Ben Jacobs.
Chelsea vill fá Alejandro Garnacho og er að undirbúa tilboð. Sjálfur vill Argentínumaðurinn ólmur fara frá United og til Chelsea.
United vill fá um 50 milljónir punda fyrir Garnacho en Chelsea er sagt ætla að bjóða nokkuð frá því, eða um 30 milljónir punda eftir því sem Jacobs heldur fram.
Þá hefur það einnig komið til tals að senda Andrey Santos frá Chelsea og í hina áttina sem hluta af skiptunum.
Santos var á láni hjá Strasbourg á síðustu leiktíð, en hann kom til Chelsea frá heimalandinu Brasilíu snemma árs 2023.
Það þykir hið minnsta afar ólíklegt að Garnacho spili aftur fyrir United og reynir félagið að losa hann.