Divock Origi framherji AC Milan er í kuldanum hjá félaginu og er unnið að því að reyna að rifta samningi hans.
Origi fór frá Liverpool árið 2022 til Milan en hefur frá árinu 2023 ekki spilað fyrir félagið.
Hann hefur verið á láni en nú er hann látin æfa með varaliði félagsins en neitar að taka þátt í leikjum með liðinu.
Ítalskir miðlar segja að Origi og Milan ræði að rifta samningi hans og að Milan muni borga honum hálft ár út. Origi á ár eftir af samningi sínum.
Origi var goðsögn hjá stuðningsmönnum Liverpool en þrátt fyrir að hafa verið varaskeifa skoraði hann oft mikilvæg mörk.