„Arnar er klár maður. „Fótbolti er „showbusiness“ og við sem störfum í þessum bransa verðum að gera okkur grein fyrir því að við lifum á tímum þar sem það er endalaus afþreying í boði og því er samkeppnin mikil um tíma fólks í dag,“ sagði Arnar einu sinni við mig.
Aðstoðarþjálfarinn Davíð Snorri Jónasson hafði orð á því í færslu sem hann birti á samfélagsmiðlum að liðið væri uppfullt af frábærum leikmönnum sem gaman væri að horfa á og styðja.
Er íslenska þjóðin meðvituð um það? Það hefur gengið mjög illa að fylla Laugardalsvöll á undanförnum árum og er eflaust hægt að kenna dræmu gengi liðsins um það að einhverju leyti,“ skrifar Bjarni.
Bjarni telur þó einnig að bætt aðgengi íslenskra fjölmiðlamanna að liðinu geti aukið áhuga landans á liðinu á ný. Þannig verði jafnvel hægt að fylla Laugardalsvöll á ný.
„Frá því að kórónuveirufaraldurinn skaut upp kollinum hefur aðgengi fjölmiðla að leikmönnum liðsins verið mjög takmarkað og aðeins útvaldir leikmenn sendir í viðtöl í aðdraganda landsleikja.
Ég skora á KSÍ að gefa fjölmiðlum óskertari aðgang að leikmönnum liðsins í aðdraganda fyrsta heimaleiksins. Leyfið okkur að velja þá leikmenn sem við viljum fá í viðtöl og gefum stuðningsmönnum kost á að lesa mismunandi viðtöl í mismunandi fjölmiðlum.“