fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Málið til skoðunar eftir fjaðrafok á Grenivík í gærkvöldi – Leikmenn ÍH á skýrslu voru ekki á svæðinu og upp hófst mikið havarí

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 21. ágúst 2025 13:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grunur leikur á um að forráðamenn ÍH í 3. deild karla hafi ætlað sér að falsa leikskýrslu liðsins fyrir leik gegn Magna í gærkvöldi. Magni vann þar frábæran 15-0 sigur en KSÍ skoðar málið

Leikurinn fór af stað um hálftíma síðar en áætlað var. Málið hófst á því að dómari leiksins mat það að búningar ÍH væru of líkir búningum Magna og þeim gert að skipta um treyjur.

ÍH var ekki með varabúninga og því þurfti að fá lánaða búninga hjá Magna, þegar það gerðist þurfti dómarinn að fá breytt númer leikmanna.

Samkvæmt heimildum 433.is komst hann þá að því að leikmenn sem skráðir voru í byrjunarliði ÍH voru ekki á staðnum. Orsakar það meðal annars tvær breytingar á liði ÍH á fyrstu mínútu samkvæmt skýrslunni.

Skiptingarnar tvær áður en leikurinn fór af stað.

„Við erum að byrja mjög seint, ÍH gerðu einhvern feil. Þeir eru í Magna treyjum, ekki vera hissa ef númerin klikka eitthvað. Þeir fóru út rétt áðan en voru sendir aftur inn,“ sagði í útsendingu Magna TV en þá var klukkan 18:10 og leikurinn átti að vera farin af stað.

„Leikskýrslan hjá ÍH, við vitum ekki alveg allt,“ sagði nokkru síðar en þá var klukkan 18:21 og leikurinn átti að fara af stað 18:00.

Leikmenn ÍH voru svo níu á vellinum. Ragnar Halldór Bogason og Mikael Kristinn Rúnarsson voru ekki á svæðinu í gær og ekki viðloðnir umræddan leik, en þeim var þó skipt af velli á 1. mínútu ef mark er tekið á skýrslunni. Þá gat ÍH fullmannað lið sitt en liðið fékk að gera breytingarnar áður en leikurinn hófst.

KSÍ hafði fengið veður af málinu þegar 433.is leitaðist eftir upplýsingum þar. „Málið er bara í vinnslu hér innanhúss,“ sagði Þóroddur Hjaltalín yfirmaður dómaramála hjá KSÍ og sagði að beðið væri eftir skýrslu dómarans meðal annars.

Magni er á toppi 3. deildarinnar en ÍH situr á botninum með fjögur stig og hefur fengið á sig 95 mörk í 18 leikjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Bikarúrslitaleikurinn ekki hátt skrifaður í Efstaleiti og settur á hliðarrásina

Bikarúrslitaleikurinn ekki hátt skrifaður í Efstaleiti og settur á hliðarrásina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Samningi rift vegna ólgusjó eftir að hann var fundinn sekur um að lemja unnustu sína

Samningi rift vegna ólgusjó eftir að hann var fundinn sekur um að lemja unnustu sína
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vinna hörðum höndum að því að fá Antony frá Manchester United

Vinna hörðum höndum að því að fá Antony frá Manchester United
433Sport
Í gær

Halldór spurður út í erfiðan mánuð og gagnrýnina – „Finnst þú ósanngjarn gagnvart hinum almenna Blika“

Halldór spurður út í erfiðan mánuð og gagnrýnina – „Finnst þú ósanngjarn gagnvart hinum almenna Blika“
433Sport
Í gær

Höskuldur: „Getur alveg litið í spegil og sjálfsmyndin er ekkert svert“

Höskuldur: „Getur alveg litið í spegil og sjálfsmyndin er ekkert svert“